VELFERÐ OG HEILSA

Mikilvægt er fyrir alla íbúa að huga vel að velferð og heilsu sinni.


Líkamleg, andleg og félagsleg heilsa okkar skiptir máli.


Á vef Heilsuveru má finna fjölbreyttar upplýsingar og fræðslu um heilsu og vellíðan fyrir fólk á öllum aldri.


Hér eru helstu upplýsingar um velferðar- og heilbrigðisþjónustu.


VELFERÐARÞJÓNUSTA

  • Almennt um velferðarþjónustu

    Sveitarfélög veita almenna, lögbundna félagsþjónustu til íbúa sem hafa lögheimili hjá þeim.


    Þjónustan getur til dæmis falið í sér félagslega ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, húsnæðistuðning, þjónustu við fatlað fólk, eldra fólk og flóttafólk.

    Almennar upplýsingar um velferðarþjónustu er að finna á vef Fjölmenningarseturs

  • Hvar er velferðarþjónusta veitt á Suðurnesjum?

    Velferðarþjónusta er veitt þar sem viðkomandi hefur lögheimili.


    Sveitarfélagið Vogar hefur gert samning við Suðurnesjabæ þess efnis að velferðarþjónusta fyrir íbúa Voga er veitt af fjölskyldusviði Suðurnesjabæjar.


    Upplýsingar um velferðarþjónustu er að finna á vefsíðum sveitarfélaganna: 

  • Hver geta fengið fjárhagsaðstoð hjá sveitarfélögum?

    Ýmis þjónusta er í boði fyrir þau sem ekki eru með launatekjur.


    Réttur til greiðslna frá atvinnuleysistryggingasjóði er að finna á vef Vinnumálastofnunar.  


    Réttur til greiðslna vegna veikinda getur komið frá fyrrum vinnuveitenda, stéttarfélagi, sjúkratryggingum, lífeyrissjóðum og/eða almannatryggingum. 


    Þegar fólk á ekki rétt á greiðslum annars staðar frá getur það sótt um fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna. Upplýsingar um fjárhagsaðstoð er að finna á vefsíðum sveitarfélaganna: 


  • Er sérstök þjónusta fyrir fatlað fólk?

    Fatlað fólk nýtur sömu almennu réttinda og sama grundvallarfrelsis og annað fólk. 


    Það er jafngildir borgarar og skal njóta jafnrar stöðu fyrir lögum, jafns réttar, jafns aðgengis og jafnrar þátttöku á öllum sviðum lífsins, án mismununar af nokkru tagi. 


    Upplýsingar um réttindi fatlaðs fólks er að finna á vefsíðu Ísland.is


    Sveitarfélög sinna þjónustu við fatlað fólk. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðum sveitarfélaganna:

    Réttindagæsla fyrir fatlað fólk veitir fötluðu fólki viðeigandi stuðning við gæslu réttinda sinna og tryggja að það njóti viðurkenningar sem persónur fyrir lögum.

    Nánari upplýsingar um réttindagæslu fyrir fatlað fólk er að finna á vefsíðu Ísland.is

  • Er sérstök þjónusta fyrir eldra fólk?

    Eldra fólk er fjölbreyttur hópur fólks sem hefur ólíkar þarfir. 


    Á Íslandi er almennt miðað við að eldra fólk hafi náð 67 ára aldri. 


    Á vefsíðu Ísland.is er að finna almennar upplýsingar fyrir eldra fólk.


    Upplýsingar um þjónustu við eldra fólk eru að finna á vefsíðum sveitarfélaganna: 

  • Er sérstök aðstoð við þau sem eru utan vinnumarkaðar?

    Fyrir utan rétt fólks til greiðslna á meðan það er utan vinnumarkaðar þá skal það tekið fram að öll geta leitað stuðnings til sveitarfélaganna. 


    Ástæður fyrir því að fólk er utan vinnumarkaðar geta verið ýmis konar, t.d. neysla vímuefna, önnur veikindi eða félagslegar aðstæður. 


    Í öllum tilvikum geta íbúar óskað eftir viðtali hjá sveitarfélögum og óskað eftir félagslegri ráðgjöf. 


    Upplýsingar um þá þjónustu sem veitt er hjá sveitarfélögunum er að finna á vefsíðum sveitarfélaganna: 

  • Er sérstök aðstoð fyrir flóttafólk?

    Flóttafólk sem fengið hefur leyfi til búsetu á Íslandi með dvalarleyfi alþjóðlegrar verndar hefur almennt sömu réttindi til þjónustu og aðrir íbúar landsins. 


    Að því sögðu skal tekið fram að fyrstu tvö árin eftir leyfisveitingu fær fólk yfirleitt þjónustu samkvæmt samningi sem ríkið gerir við tiltekin sveitarfélög, sú þjónusta er yfirleitt nefnd samræmd móttökuþjónusta fyrir flóttafólk. 


    Með því er vísað til þess að búið sé að samræma þjónustu, óháð því á hvaða forsendum fólk kemur til Íslands og fær stöðu sína sem flóttafólk viðurkennda. 


    Markmið samræmdrar móttöku er að að auðvelda einstaklingum og fjölskyldum að taka sín fyrstu skref á Íslandi og styrkja þau til að nýta styrkleika sína við að koma sér fyrir í nýju samfélagi. Enn fremur að tryggja samfellu í þjónustu og samræma aðkomu allra þjónustuaðila.


    Almennar upplýsingar um þjónustu við flóttafólk er að finna á vefsíðu Fjölmenningarseturs.


    Af sveitarfélögum Suðurnesja er Reykjanesbær og Suðurnesjabær með slíka samninga. 


    Reykjanesbær hefur samning um þjónustu við flóttafólk fyrstu tvö árin efir að það hefur fengið leyfi til dvalar á Íslandi.


    Suðurnesjabær hefur samning um þjónustu við börn á flótta sem komið hafa til landsins án forsjáraðila. 

  • Hvað er barnavernd?

     Markmið laga um barnavernd er að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega aðstoð.


    Öllum er skylt að tilkynna til barnaverndarþjónustu ef þeir hafa ástæðu til að ætla að barn:

        a. búi við óviðunandi uppeldisaðstæður,

        b. verði fyrir ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi eða

        c. stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu.

        d. hafa ástæðu til að ætla að lífi, heilsu eða þroska ófædds barns sé stefnt í alvarlega hættu vegna lífernis, háttsemi eða aðstæðna verðandi foreldra.


    Hægt er að tilkynna óviðunnandi aðstæður með því að hringja í þjónustuver sveitarfélaganna. Einnig er hægt að tilkynna rafrænt á vefsíðu Reykjanesbæjar


    Í neyð skal hringja í 112.

HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA

  • Almennt um heilbrigðisþjónustu á Íslandi

    Neyðarsímanúmer fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi er 112.


    Það má líka hafa samband við neyðarlínu í gegnum vefsíðu þeirra 112.is.

    Neyðarlínan er opin allan sólarhringinn, alla daga ársins.


    Hlutverk almennrar heilbrigðisþjónustu er að stuðla að heilbrigði landsmanna, meðal annars með góðri og öruggri heilbrigðisþjónustu, heilsueflingu og öflugum forvörnum.

    Öllum er frjálst að velja sér heilsugæslustöð án staðsetningar. 

    Almennar upplýsingar um heilbrigðisþjónustu er að finna á vef Fjölmenningarseturs


  • Hvar er hægt að fá heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum?

    Á Suðurnesjum er ein heilbrigðisstofnun og ein einkarekin heilsugæsla. 

    Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) er staðsett í Reykjanesbæ. Jafnframt er móttaka fyrir sjúklinga í Grindavík og Vogum. Nánari upplýsingar á vefsíðu HSS

    Heilsugæslan Höfða - Nánari upplýsingar á vefsíðu heilsugæslunnar.


  • Þarf að skrá sig á heilsugæslu?

    Já, nauðsynlegt er að skrá sig á tiltekna heilsugæslustöð. 


    Almennar upplýsingar um skráningar og breytingar á heilsugæslu er á vefsíðu Ísland.is.


  • Hvaða þjónusta er veitt á heilbrigðisstofnun/heilsugæslu?

    Hlutverk Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er að veita íbúum Suðurnesja almenna heilbrigðisþjónustu sem snýr að heilsugæslu, heilsuvernd og forvörnum og bráða- og slysamóttöku.


    Kjarnastarfsemi Heilsugæslunnar Höfða er læknismóttaka, hjúkrunarmóttaka, ungbarna- og mæðravernd og forvarnir. 


  • Hvernig pantar fólk tíma?

    Upplýsingar um tímabókanir eru á vef Heilbrigðisstofnunarinnar


    Upplýsingar um aðgengi að heilsugæslunni Höfða er að finna á vefsíðu þeirra.


  • Hvað kostar að sækja heilbrigðisþjónustu?

    Upplýsingar um gjaldskrá Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja má sjá á vef Sjúkratrygginga á Ísland.is undir Læknisþjónusta.


    Upplýsingar um gjaldskrá heilsugæslunnar Höfða er á vefsíðu þeirra


    Almennar upplýsingar um greiðsluþátttökukerfi heilbrigðisþjónustu er að finna á Ísland.is.


  • Eru allir sjúkratryggðir?

    Allir eiga rétt á neyðarþjónustu á Íslandi.


    Allir sem hafa átt lögheimili á Íslandi í sex mánuði samfleytt eru sjúkratryggðir. 

    Sjúkratryggingar Íslands ákvarða hvort ríkisborgarar EES og EFTA landa eigi rétt til að flytja sjúkratryggingaréttindi til Íslands.


TANNLÆKNAR

  • Almennt um tannlæknaþjónustu

    Tannlæknar eru sjálfstætt starfandi á Íslandi. 

    Fólk finnur sér sjálft tannlækni. 

    Hægt er að finna yfirlit yfir starfandi tannlækna á vefsíðu Tannlæknafélags Íslands.


    Almennar upplýsingar um tannheilsu er jafnframt að finna á vefsíðu Heilsuveru.

  • Tannlæknaþjónusta við börn

    Foreldrar eru hvattir til að panta tíma í fyrstu tannskoðun þegar barnið er tveggja ára.


    Barnatennur er nauðsynlegt að bursta að lágmarki tvisvar á dag, eftir morgunverð og fyrir svefn.

    Börn á leikskólaaldri þurfa aðstoð fullorðinna við tannburstun. 


    Upplýsingar um tannlækningar barna er að finna á vefsíðu Heilsuveru.


  • Hvaða tannlæknar eru starfandi á Suðurnesjum?

    Hægt er að finna tannlækna sem starfa á Suðurnesjum á vef Tannlæknafélag Íslands með því að merkja við Suðurland

  • Af hverju þarf að fara til tannlæknis?

    Reglubundið eftirlit eykur líkur á heilbrigði tanna.


    Upplýsingar um mikilvægi tannheilsu eru á vef Heilsuveru

  • Hvað kostar að fara til tannlæknis?

    Tannlæknar hafa sína eigin gjaldskrá. 


    Almennar upplýsingar um greiðsluþátttöku ríkis vegna tannlækninga er að finna á Ísland.is


ÍÞRÓTTIR OG TÓMSTUNDIR

  • Almennt um íþróttir og tómstundir

    Regluleg hreyfing er mikilvæg til að viðhalda líkamlegri og andlegri getu og vellíðan. 


    Raunhæf markmið, hæfilegur stígandi í álagi og góð beiting líkamans eru dæmi um atriði sem einkenna hreyfingu sem heilsurækt. 


    Almennar ráðleggingar varðandi hreyfingu fullorðinna er að finna á vefsíðu Heilsuveru. 

  • Hvar finn ég framboð á íþróttum og tómstundum á Suðurnesjum?

    Frístundir.is er vefsíða sem sveitarfélögIn á Suðurnesjum eiga í sameiningu.


    Þar er hægt er að finna afþreyingu og framboð á íþróttum og tómstundum sem í boði er á Suðurnesjum. 


    Mögulegt er að sía upplýsingarnar út frá því hvar boðið er upp á afþreyinguna og fyrir hvaða aldur. 


  • Sundlaugar á Suðurnesjum

    Sex almennings sundlaugar eru á Suðurnesjum. 

    Íbúar eru hvattir til þess að fara í sund. Það er bæði gaman og gerir öllum gott. 


    Upplýsingar um sundlaugarnar er að finna á vefsíðum sveitarfélaganna. 

    Reykjanesbær

    Suðurnesjabær

    Sveitarfélagið Vogar


    Flestar sundlaugar eru líka með Facebook síðu. 


Ofbeldi

Share by: