FYRSTU SKREFIN

Við viljum að nýir íbúar verði sem allra fyrst virkir þátttakendur í samfélagi Suðurnesja.


Við minnum íbúa á að merkja útidyrnar með nöfnum heimilisfólksins, þannig er tryggt að póstur berist heim. Einnig að skrá netfang og símanúmer á Ísland.is


Starfsemi í Grindavík er með óhefðbundnum hætti vegna jarðhræringa. Upplýsingar fyrir íbúa Grindavíkur fást á vefsíðu Ísland.is

hELSTU UPPLÝSINGAR

  • Hver eru almenn réttindi og skyldur einstaklinga á Íslandi?

    Réttindi og skyldur einstaklinga eru skýr samkvæmt lögum frá fæðingu til andláts. Réttindi segja til um hvers einstaklingur getur krafist af samfélaginu, en skyldur segja til um hvaða kröfur samfélagið getur gert til einstaklings.


    Upplýsingar um réttindi og skyldur sem fólk öðalst við ákveðinn aldur á lífsskeiðinu má nálgast á vef Ísland.is.



  • Vefur Fjölmenningarseturs veitir almennar upplýsingar um fyrstu skrefin á Íslandi

    Nánari upplýsingar á vef Fjölmenningarseturs.


    Mögulegt er að leita til Fjölmenningarseturs eftir ráðgjafarþjónustu fyrir þau sem eru nýflutt til Íslands. Nánari upplýsingar um ráðgjafaþjónustuna má finna á vef Fjölmenningarseturs.  


  • Réttur þinn - mikilvægar upplýsingar fyrir innflytjendur á Íslandi

    Jafnréttisstofa Íslands hefur gefið út bækling með upplýsingum réttindi fólks á Íslandi þegar kemur að nánum samböndum og samskiptum, til dæmis hjónaband, sambúð, skilnað og sambúðarslit, þungun, mæðravernd, þungunarrof, forsjá barna, umgengnisrétt, ofbeldi í nánum samböndum, mansal, vændi, kærur til lögreglu, gjafsókn og dvalarleyfi. 


    Bæklinginn má nálgast á vef Jafnréttisstofu

almannavarnir

  • Þarf að huga sérstaklega að almannavörnum á Suðurnesjum?

    Mikil skjálftavirkni og jarðhræringar hafa staðið yfir á Reykjanesi að undanförnu. 


    Íbúar eru því hvattir til þess að kynna sér vel stöðu mála, fylgjast með upplýsingasíðum og huga að forvörnum og viðbrögðum ef til þess kæmi að skjálftarnir yrðu stærri eða það fari að gjósa.


    Sveitarfélögin hafa öll upplýsingar um almannavarnir og rýmingaráætlanir á vefsíðum sínum: 

  • Hvers vegna þarf að huga að almannavörnum?

    Náttúruhamfarir geta átt sér stað með stuttum fyrirvara og í sumum tilfellum án nokkurrar viðvörunar. 


    Náttúruhamfarir sem verða af völdum veðurs er yfirleitt hægt að spá fyrir um með nokkurra daga fyrirvara. 


    Til að hægt sé að bregðast sem best við þurfa allir að undirbúa viðbrögð sín.


    Upplýsingar um náttúruvá er að finna á vefsíðu Ísland.is

  • Hvað eru almannavarnir?

    Almannavarnir eru samhæfð viðbrögð og úrræði vegna hættu- og neyðarástands.


    Á vefsíðu Ísland.is er að finna almennar upplýsingar um almannavarnir á Íslandi. 


    Almannavarnir ríkisins hafa jafnframt vefsíðu þar sem ávallt er að finna nýjustu upplýsingar hvers tíma. 

  • Hvernig er best að fylgjast með veðrinu?

    Vefsíðan Veður.is veitir vel uppfærðar og góðar upplýsingar um veðurspá á Íslandi.

  • Hvernig er best að fylgjast með færð á vegum?

    Vegagerðin þróar og annast samgöngukerfið á Íslandi, bæði á sjó og landi. 


    Upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vefsíðu Vegagerðarinnar

SKRÁNING Í ÞJÓÐSKRá

  • Hvað eru rafræn skilríki?

    Rafræn skilríki eru einföld og þægileg persónuskilríki sem notuð eru í rafrænum heimi. Þau létta okkur lífið og eru einföld í notkun.

    Það að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum jafngildir því að framvísa persónuskilríkjum. Rafræn skilríki er hægt að nota til fullgildrar undirritunar og jafngildir hún eigin undirritun.


    Nánari upplýsingar um rafræn skilríki er að finna á vefsíðu Ísland.is


  • Hvar fæ ég rafræn skilríki?

    Þú færð rafræn skilríki um allt land hjá farsímafélögum, bönkum og hjá Auðkenni. 

    Hægt er að fá rafræn skilríki í síma, á kort sem tengt er við tölvu og í Auðkennisappi.


    Nánari upplýsingar um rafræn skilríki er að finna á vefsíðu Ísland.is og Auðkennis.


  • Hvað þarf ég að vera með til þess að geta sótt um rafræn skilríki?

    Ef þú ætlar að útvega rafræn skilríki á síma kannarðu hvort símkortið þitt styður rafræn skilríki. 


    Ef ekki getur þú útvegað slíkt kort hjá þínu símafyrirtæki. Þú ferð svo í fjarskiptafyrirtæki, banka eða eða til Auðkennis og færð rafræn skilríki þar. 


    Þegar sótt er um rafræn skilríki þarf ávallt að hafa með gilt ökuskírteini, vegabréf eða íslensk nafnskírteini með mynd.


    Nánari upplýsingar um það hvort sími styður rafræn skilríki er að finna á vef Auðkennis.

BANKAR

  • Hvernig byrja ég bankaviðskipti á Íslandi?

    Flestir bankar á Íslandi bjóða þjónustu sína á netinu og því er hægt að vera í viðskiptum við hvaða banka sem er. 

    Á Suðurnesjum eru tveir bankar með útibú:

    Á vefsíðu Landsbankans eru greinagóðar upplýsingar fyrir þau sem eru að flytja til landsins og vantar bankareikning. 


    Almennar upplýsingar um bankaviðskipti á Íslandi má finna á vef Fjölmenningarseturs

  • Hvernig stofna ég bankareikning?

    Til þess að stofna til viðskipta við banka á Íslandi þarf að vera með íslenska kennitölu og með lögheimili skráð á Íslandi. 


    Upplýsingar um íslenska kennitölu er að finna á vef Ísland.is


    Þegar fólk er með skráða kennitölu getur það valið um tvær leiðir til að stofna reikning:

    • Með rafrænum skilríkjum á vefsíðum bankanna 
    • Í útibúum bankanna. 

    Nauðsynlegt er að vera með gild persónuskilríki til þess að stofna bankareikning. 

Rafræn skilríki

  • Hvað eru rafræn skilríki?

    Rafræn skilríki eru einföld og þægileg persónuskilríki sem notuð eru í rafrænum heimi. Þau létta okkur lífið og eru einföld í notkun.

    Það að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum jafngildir því að framvísa persónuskilríkjum. Rafræn skilríki er hægt að nota til fullgildrar undirritunar og jafngildir hún eigin undirritun.


    Nánari upplýsingar um rafræn skilríki er að finna á vefsíðu Ísland.is


  • Hvar fæ ég rafræn skilríki?

    Þú færð rafræn skilríki um allt land hjá farsímafélögum, bönkum og hjá Auðkenni. 

    Hægt er að fá rafræn skilríki í síma, á kort sem tengt er við tölvu og í Auðkennisappi.


    Nánari upplýsingar um rafræn skilríki er að finna á vefsíðu Ísland.is og Auðkennis.


  • Hvað þarf ég að vera með til þess að geta sótt um rafræn skilríki?

    Ef þú ætlar að útvega rafræn skilríki á síma kannarðu hvort símkortið þitt styður rafræn skilríki. 


    Ef ekki getur þú útvegað slíkt kort hjá þínu símafyrirtæki. Þú ferð svo í fjarskiptafyrirtæki, banka eða eða til Auðkennis og færð rafræn skilríki þar. 


    Þegar sótt er um rafræn skilríki þarf ávallt að hafa með gilt ökuskírteini, vegabréf eða íslensk nafnskírteini með mynd.


    Nánari upplýsingar um það hvort sími styður rafræn skilríki er að finna á vef Auðkennis.

SÍMAR OG INTERNET

  • Hvaða fyrirtæki þjónusta fólk með síma og internet á Íslandi?

    Á Íslandi eru starandi nokkur símafyrirtæki. 

    •  Síminn
    •  Vodafone
    •  Nova
    •  Hringdu

    Símafyrirtækin eru með þjónustu tengda símum og interneti. 


  • Hvað kostar að vera með síma og internet?

    Upplýsingar um símafyrirtæki og kjörin þeirra er að finna á vefsíðum fyrirtækjanna. 

  • Hvernig og hvar fæ ég SIM kort í síma?

    Þegar búið er að velja símafyrirtæki er SIM kortið sótt til þeirra.

  • Hvað þarf ég að gera til þess að tengja internet heima hjá mér?

    Nálgast skal upplýsingar hjá hverju fyrirtæki fyrir sig.

INNKAUP OG VERSLANIR

  • Hvar kaupi ég í matinn?

    Nokkrar matvöruverslanir eru á Suðurnesjum. 

    Upplýsingar um staðsetningu, opnunartíma og sérkenni verslananna er að finna á vefsíðum verslananna. 

    Gott er að nota Google map til þess að finna staðsetningu verslana. 


    Stærri verslanir eru Bónus, Krónan og Nettó.

    Hverfaverslanir eru Krambúð, Kostur og Kjörbúð.


    Nokkrar sérvöruverslanir eru á Suðurnesjum. Ber þá helst að nefna. 

    Mini Market leggur áherslu á mat frá Póllandi. 

    Kína Panda leggur áherslu á vörur frá Kína

    Matarbúðin Nándin leggur áherslu á heilsufæði og umbúðalausar vörur.




  • Hvar kaupi ég húsgögn og heimilistæki?

    Nokkrar húsgagna- og heimilistækjaverslanir eru á Suðurnesjum. 


    Bústoð og Jysk selja húsgögn og Tölvulistinn og Ormsson selja heimilistæki.

      

    Í Reykjanesbæ er verslun sem selur notuð húsgögn. 

    Hún heitir Kompan


    Í Reykjanesbæ eru seld notuð heimilistæki hjá Manialo


    Ýmsar sölusíður eru á samfélagsmiðlum, t.d. á Facebook þar sem seld eru notuð húsgögn og jafnvel heimilistæki. 

LÝÐRÆÐI OG KOSNINGAR

  • Hvað er lýðræði?

    Í lýðræðisþjóðfélagi er gert ráð fyrir að ólíkir hagsmunir og sjónarmið séu viðurkennd og að kjörnir fulltrúar hafi rétt og skyldu til að koma þeim á framfæri. Í lýðræðisþjóðfélagi er hægt að velja og skipta um valdhafa á friðsaman hátt.


    Almennar upplýsingar um lýðræði er að finna á vefsíðu Ísland.is.  

  • Hvaða kosningar eru reglulegar á Íslandi?

    Á Íslandi eru fjórar mismunandi kosningar:

    • Alþingiskosningar
    • Sveitarstjórnarkosningar
    • Forsetakosningar
    • Þjóðaratkvæðagreiðslu

    Upplýsingar um kosningar og kjósendur er að finna á vefsíðu Ísland.is.


  • Hverjir mega kjósa?

    Skilyrði fyrir kosningarétti er að finna á vefsíðu Ísland.is.

  • Hvar er kosið á Suðurnesjum?

    Kjörstaðir eru ákvarðaðir af kjörnefndum hvers sveitarfélags. Mikilvægt er að fylgjast með kjörstöðum á vefsíðum sveitarfélaganna:

Share by: