BÖRN OG FJÖLSKYLDUR

Sveitarfélögin á Suðurnesjum eru öll fjölskylduvæn samfélög.


Samkvæmt íslenskum lögum eiga foreldrar að sýna barni sínu umhyggju og virðingu og sinna uppeldisskyldum svo best henti hag og þörfum barnsins.


Hér finnur þú upplýsingar um lífsviðburði barna, allt frá fæðingarorlofi til framhaldsskólanáms sem og upplýsingar um íþróttir og tómstundir barna.

AÐ EIGNAST BARN

  • Hvað er mæðravernd?

    Mæðravernd stendur öllum verðandi mæðrum/foreldrum til boða og er þeim að kostnaðarlausu. 


    Mæðravernd er veitt á heilsugæslustöðvum af ljósmæðrum og í sumum tilvikum heimilislæknum. Samráð er haft við fæðingarlækna ef þörf er á. 


    Markmið með mæðravernd heilsugæslunnar er að:

    • Stuðla að heilbrigði móður og barns
    • Veita faglega umönnun, stuðning og ráðgjöf
    • Greina áhættuþætti og bregðast við þeim
    • Veita fræðslu um meðgöngu og fæðingu

    Upplýsingar um mæðravernd er að finna á vefsíðu Heilsuveru. og vefsíðu Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu


    Á Suðurnesjum eru tvær heilsugæslustöðvar sem veita mæðravernd. 


  • Að fæða barn

    Flestar fæðingar fara fram á sjúkrahúsum í dag þó heimafæðingum hafi fjölgað mikið á undanförnum árum.


    Hægt er að kynna sér þjónustu á hverjum stað á vef Heilsuveru og velja stað sem hentar móður í samvinnu við ljósmóður í mæðravernd.


    Upplýsingar um fæðingarstaði er að finna á vef Heilsuveru


    Upplýsingar um fæðingar er að finna á vefsíðu Heilsuveru

  • Hvar eru upplýsingar um rétt til fæðingarorlofs?

    Foreldri í meira en 25% starfi á rétt á launuðu fæðingarorlofi í 6 mánuði. 

    Greiðslur eru tekjutengdar og nema 80% af meðaltali heildarlauna, að ákveðnu tekjuhámarki.

    Hefja má töku fæðingarorlofs allt að mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag.


    Upplýsingar um fæðingarorlof er að finna á vefsíðu Ísland.is.


    Sótt er um fæðingarorlofsgreiðslur hjá Vinnumálastofnun.


    Upplýsingar um greiðslufyrirkomulag og umsóknarferli eru á vefsíðu Vinnumálastofnunar


  • Hvað er ungbarnavernd?

    Ungbarnavernd stendur öllum foreldrum til boða þeim að kostnaðarlausu.


    Markmið ung- og smábarnaverndar er að efla heilsu, vellíðan og þroska ungra barna með reglulegum heilsufarsskoðunum ásamt stuðningi og heilbrigðisfræðslu til fjölskyldna þeirra. 

    Fylgst er með þroska barna frá fæðingu til skólaaldurs og er áhersla lögð á stuðning við fjölskylduna.


    Frekari upplýsingar um ung- og smábarnavernd er að finna á vef Heilsuveru.


    Upplýsingar um ung- og smábarnavernd á Suðurnesjum er að finna á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Heilsugæslunnar Höfða

VELFERÐ BARNA

  • Almennt um velferð barna

    Almennar upplýsingar um velferðarþjónustu barna er að finna á vefsíðu Ísland.is.

  • Hvernig er sótt um velferðarþjónustu fyrir börn og fjölskyldur þeirra?

    Hvert sveitarfélag sinnir velferðarþjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. 


    Íbúar Voga sækja velferðarþjónustu hja Suðurnesjabæ. 


    Upplýsingar um velferðarþjónustu er að finna á vefsíðum sveitarfélaganna:

  • Hvað er samþætt þjónusta í þágu farsældar barna?

    Samþætting þjónustu í þágu farsældar barns er þjónusta fyrir þau sem þurfa einstaklingsmiðaðan stuðning sem krefst aðkomu ólíkra kerfa.


    Almennar upplýsingar um farsæld barna er að finna á sérstakri vefsíðu Barna- og fjölskyldustofu sem ber heitið Farsæld barna


    Sveitarfélögin eru hvert um sig að þróa áfram þjónustu út frá farsæld barna . 

    Sjá sumum sveitarfélögunum á Suðurnesjum er hægt að lesa nána um fyrirkomulag þjónustunnar. 

  • Hvaða þjónusta er í boði fyrir börn með stuðningsþarfir?

    Til þess að kanna réttindi barns sem hefur stuðningsþarfir réttast er að hafa samband við skóla barns eða skrifstofu velferðarþjónustu í því sveitarfélagi þar sem barnið býr .


    Landssamtökin Þroskahjálp eru réttindasamtök fatlaðs fólks. Ýmsar upplýsingar er að finna á vefsíðu Þroskahjálpar.


    Á vefsíðunni Þroskahjálpar er að finna myndbönd um réttindi fatlaðs fólks á Íslandi


    Á vefsíðunni er jafnframt að finna myndbönd um réttindi fatlaðra barna af er lendum uppruna.  


  • Er sérstök þjónusta fyrir börn af erlendum uppruna?

    Börn af erlendum uppruna sem ekki tala íslensku eiga að fá íslenskukennslu í skólum.


    Hvert sveitarfélag hefur móttökuáætlanir fyrir börn af erlendum uppruna og stundum hafa skólarnir sínar eigin móttökuáætlanir.


    Reykjanesbær

    Suðurnesjabær

    Vogar

  • Hvað er barnavernd?

    Barnavernd aðstoðar börn og foreldra sem eiga í vanda við að tryggja velferð og öryggi barna til framtíðar. 


    Þetta er gert með fjölbreyttri ráðgjöf, stuðningi og faglegum lausnum og fræðslu. 


    Með börnum er átt við einstakling undir 18 ára aldri. 


    Upplýsingar um barnavernd er að finna á vefsíðum sveitarfélaganna:

  • Hvenær ég að láta barnavernd vita af slæmum aðstæðum barns?

    Öllum er skylt að láta vita af óviðunandi aðstæðum barns ef grunur er um vanrækslu, ofbeldi eða áhættuhegðun barns.


    Það er nóg að hafa grun um að barn sé í vanda eða búi við erfiðar aðstæður. Það sem skal tilkynna:

    • Vanræksla, t.d. líkamlegum og tilfinningalegum þörfum barns er ekki sinnt 
    • Vanhæfni foreldra, t.d. vegna neyslu eða veikinda 
    • Ofbeldi, t.d. líkamlegt, tilfinningalegt eða kynferðislegt 
    • Áhættuhegðun, t.d. neysla, afbrot eða barn beitir ofbeldi 

    Upplýsingar um ofbeldi í garð barna og unglinga er að finna á vefsíðu 112.is.



    Á vef 112.is er hægt að eiga netspjall.


  • Hvernig tilkynni ég til barnaverndar?

    Ef barn er í hættu, skal hringja í 112.


    Tilkynna skal til þess sveitarfélags sem barn hefur lögheimili í. 


    Ýmist er hægt að tilkynna með rafrænum hætti í gegnum vefsíðu sveitarfélags eða hringja í sveitarfélagið. 


    Upplýsingar um tilkynningar eru á vefsíðum sveitarfélaganna:

  • Hvað gerir barnavernd?

    Þegar tilkynning berst taka sérfræðingar barnaverndarþjónustu ákvörðun um hvort málið verði kannað frekar.  

    Ákvörðun er tekin út frá þeim upplýsingum sem koma fram í tilkynningunni.  

    Ákvörðun er öllu jafnan tekin innan 7 daga frá því að tilkynning berst.

dAGGÆSLA Í HEIMAHÚSUM

  • Almennt um daggæslu í heimahúsum

    Einstaklingar sem taka að sér daggæslu í heimahúsum eru oft kallaðir dagforeldrar. 


    Almennar upplýsingar um daggæslu í heimahúsum er að finna á vefsíðu Ísland.is.

  • Hvar og hvernig er sótt um pláss hjá dagforeldrum?

    Dagforeldrar starfa í öllum sveitarfélögum Suðurnesja, nema Vogum. 

    Í Vogum komast börn á leikskólans við 12 mánaða aldur. 


    Dagforeldrar eru sjálfstætt starfandi og er haft samband beint við dagforeldrana til þess að sækja um dvöl fyrir börn. 

    Yfirlit yfir dagforeldra er að finna á vefsíðum sveitarfélaganna.

  • Hvað eru börn gömul þegar þau eru í daggæslu í heimahúsum?

    Flest börn sem eru í daggæslu eru á öðru aldursári en allt frá 6 mánaða til þriggja ára. 


  • Hvaða dagforeldrar starfa á Suðurnesjum?

    Upplýsingar um starfandi dagforeldra í hverju sveitarfélagi er að finna á vefsíðum sveitarfélaganna.


  • Hvernig er fyrirkomulag daggæslu í heimahúsum?

    Mismunandi er hver starfstími dagforeldra er. Flestir starfa á milli kl. 8:00 og 16:00


    Best er að hafa samband við dagforeldrana sjálfa til þess að fá upplýsingar um starfstíma þeirra. 


    Yfirlit yfir starfandi dagforeldra er að finna á vefsíðum sveitarfélaganna.


  • Hvað kostar að vera með barn í daggæslu í heimahúsi?

    Dagforeldrar setja sjálfir fram verðskrá svo mismunandi er hversu hátt gjaldið er. 

    Best er að hafa samband við dagforeldrana sjálfa til þess að fá upplýsingar um starfstíma þeirra. 


    Mismunandi reglur gilda hjá sveitarfélögum um niðurgreiðslu daggæslu í heimahúsum. Öll sveitarfélög á Suðurnesjum niðurgreiða gæsluna að einhverju leiti. Nánari upplýsingar um fyrirkomulagið hjá hverju sveitarfélagi.


    Upplýsingar um niðurgreiðslu má nálgast á vef sveitarfélaganna. 


lEIKSKÓLAR

  • Almennt um leikskóla

    Langflest börn á Íslandi stunda nám í leikskóla. 


    Leikskóli er fyrsta skólastigið á Íslandi þó það sé ekki skylda að vera með barn í leikskóla. 


    Í leikskólum er lögð áhersla á skapandi starf og leik. Þar er verið að hlúa að öllum þroskaþáttum barna, efla þá og örva samspil þeirra.


  • Hvaða aldur er í leikskóla?

    Börn komast yfirleitt inn í leikskóla á öðru aldursári sínu og eru fram að grunnskólagöngu. 


    Almennar upplýsingar um leikskóla er að finna á vefsíðu Ísland.is

  • Hvaða leikskólar eru á Suðurnesjum og hvar?

    Á Suðurnesjum eru 16 leikskólar starfandi. Sveitarfélögin hafa mismunandi innritunarreglur og eru foreldrar hvattir til þess að kynna sér efnið frekar á vefsíðum þess sveitarfélags sem þeir búa í:


    Reykjanesbær:

    Suðurnesjabær:

    Vogar:

  • Hvernig er fyrirkomulag á starfsemi leikskóla á Suðurnesjum?

    Leikskólar eru flestir opnir frá kl. 7:45 til 16:15 og er greitt mismunandi gjald eftir því hversu margar klukkustundir foreldrar sækja um fyrir barnið sitt.


    Fyrirkomulag leikskólastarfs hvers leikskóla er að finna á vefsíðum leikskólanna.  


  • Hvenær og hvernig er sótt um leikskólapláss fyrir börn?

    Sveitarfélögin hafa mismunandi innritunarreglur og eru foreldrar hvattir til þess að kynna sér efnið frekar á vefsíðum þess sveitarfélags sem þeir búa í:

  • Hvað þarf barn að vera gamalt til þess að byrja á leikskóla?

    Yfirleitt eru teknir inn nýir nemendur á haustin. Börn eru þá allt frá því að vera 14 til 30 mánaða gömul. 

  • Hvað kostar að vera með barn í leikskóla?

    Gjöld fyrir leikskólavist skiptist niður í tímagjald og matargjald. 


    Gjaldskrá leikskóla má nálgast á vefsíðum sveitarfélaganna. 


GRUNNSKÓLAR

  • Almennt um grunnskóla

    Í grunnskóla eru nemendur búnir undir líf og starf og því skal að bjóða fram námstækifæri við allra hæfi.


    Gert er ráð fyrir að börn séu í grunnskóla sem tilheyrir þeirra hverfinu. 


    Grunnskólaárið nær yfir vetur. Hefst í lok ágúst og lýkur í byrjun júní. 


    Almennar upplýsingar um grunnskóla er að finna á vefsíðu Ísland.is


  • Hvað eru börn gömul þegar þau eru í grunnskóla?

    Öll börn hefja grunnskólagöngu sína árið sem þau verða 6 ára og eru þar í 10 vetur, eða þangað til þau eru á 16. aldursári. 


    Grunnskóli er eina skólastigið sem er skyldunám. 

  • Hvað eru börn lengi í skólanum hvern dag?

    Grunnskólarnir hefjast yfirleitt milli kl. 8 og 8:30 á morgnana, misjafnt er ef aldri barna hversu langur skóladagurinn er. 


    Frístundaskólar eru eftir skóla úrræði fyrir yngstu börn grunnskólanna, frá því að skóladegi lýkur og yfirleitt til kl. 16:15 


  • Hvenær og hvernig sæki ég um grunnskóla?

    Sótt er um grunnskólanám á vefsíðum sveitarfélaganna um leið og flutningur hefur átt sér stað, eða svo fljótt sem kostur er. 


    Ef um er að ræða barn sem er að hefja nám í 1. bekk þá er umsóknartími fyrir það auglýstur á vefsíðum sveitarfélaga að vori, ár hvert. 


    Ef óska á eftir því að barn sé í öðrum grunnskóla en þeim sem tilheyrir búsetuhverfi þess, þá þarf að sækja sérstaklega um það. 


    Nánari upplýsingar eru á vefsíðum sveitarfélaganna:

  • Hvað kostar að vera með barn í grunnskóla?

    Ekki er greitt fyrir nám í grunnskóla eða námsgögn. 


    Greitt er fyrir skólamáltíðir, frístundastarf og stundum er tekið gjald fyrir skólaferðalögum. 


  • Fá börn að borða í grunnskólum?

    Já, öllum skólum er skylt að bjóða upp á heitar máltíðir í hádeginu. 


    Foreldrar geta því alltaf keypt mat fyrir börnin sín í grunnskólum. 

  • Hvernig sæki ég um skólamáltíðir?

    Flestir grunnskólar á Suðurnesjum fá mat frá Skólamat. Ýmist er hægt að kaupa matarmiða eða mánaðaráskriftir.

     

    Upplýsingar um fyrirkomulag á áskriftum og matarmiðakaupum er að finna á vefsíðu Skólamatar


    Stóru-Vogaskóli í Vogum hefur matráð og býður upp á gjaldfrjálsan mat í hádeginu.

    Upplýsingar um fyrirkomulagið í Stóru-Vogaskóla er að finna á vefsíðu skólans


  • Hvað kostar skólamáltíðin?

    Upplýsingar um skólamáltíðir og verðskrá er að finna á vefsíðu Skólamatar.

  • Hvaða grunnskólar eru starfandi á Suðurnesjum og hvar?

    Á Suðurnesjum eru 11 grunnskólar starfandi. 

    Börn fara á grunnskóla sem tilheyra þeirra sveitarfélagi og í hverfinu þar sem þau hafa fasta búsetu. 

    Foreldrar eru hvattir til þess að kynna sér efnið frekar á vefsíðum þess sveitarfélags sem þeir búa í:


    Reykjanesbær:


    Suðurnesjabær:


    Vogar:

frístundaheimili

  • Almennt um frístundaskóla í grunnskólum

    Frístundaskólar starfa við alla grunnskóla Suðurnesja þar er dagskrá fyrir börn í 1. – 4. bekk frá því að skóla lýkur og til kl. 16.15.  

    Meginhlutverk frístundaskóla er að bjóða börnum innihaldsríkt frístunda- og tómstundastarf í barnvænu og skapandi umhverfi þar sem starfshættir einkennast af frjálsum leik og vali.


    Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðum skólanna. 

    Sótt er um á vefsíðum sveitarfélaganna.

  • Hvar eru frístundaskólarnir?

    Frístundaskólarnir hafa starfsemi í grunnskólum og fara börn í þann frístundaskóla sem tengist þeirra grunnskóla. 

  • Hvaða aldur er í frístundaskólum?

    Frístundaskólarnir eru í boði fyrir börn í 1. til 4. bekk grunnskóla, þá eru þau 6 til 9 ára. 

  • Hvernig er fyrirkomulag frístundaskólanna?

    Starfsemi frístundaskóla getur verið ólík á milli skóla. 

    Í sumum sveitarfélögum eru börn keyrð frá frístundaskólunum í tómstundir og á íþróttaæfingar. Sækja þarf um það sérstaklega. 

    Upplýsingar um frístundaskóla er að finna á vefsíðum skólanna:


    Grindavík

    Reykjanesbær

    Suðurnesjabær

    Vogar

  • Hvernig er sótt um pláss í frístundaskóla?

    Sótt er um pláss í frístundaskóla á vefsíðum sveitarfélaganna eða grunnskólanna. 

    Suðurnesjabær:


  • Hvað kostar að vera með barn í frístundaskóla?

    Upplýsingar um gjaldskrá frístundaheimilanna er að finna á vefsíðum sveitarfélaganna. 

  • Hvað gerist ef barnið mitt á að vera í íþróttum eða tómstundum þegar frístundin er starfandi?

    Í sumum sveitarfélögum eru börn keyrð frá frístundaskólum í tómstundir og á íþróttaæfingar. 

    Sækja þarf um það sérstaklega. 

    Best er að hafa samband við starfsfólk frístundaheimila og spyrjast fyrir um fyrirkomulagið. 


    Upplýsingar um frístundaakstur í Reykjanesbæ er að finna á vefsíðu sveitarfélagsins. 


  • Fá börn að borða í frístundaskóla?

    Já, boðið er upp á síðdegishressingu í frístundaskólum.


    Gjald fyrir síðdegishressingu er innifalið í gjaldi fyrir dvöl í frístundaskóla. 

FRAMHALDSSKÓLAR

  • Almennt um framhaldsskóla

    Framhaldsskólar tilheyra þriðja skólastiginu. Skólarnir eru ýmist nefndir fjölbrautaskólar, framhaldsskólar, iðnskólar, menntaskólar eða verkmenntaskólar.


    Nám í framhaldsskóla er ekki skylda en samkvæmt lögum er fræðsluskylda til 18 ára aldurs. Þeir sem lokið hafa grunnskólanámi, grunnskólaprófi, hlotið jafngilda undirstöðumenntun eða eru orðnir 16 ára geta hafið nám í framhaldsskóla. 


    Langflest börn halda áfram í námi eftir grunnskóla. 

    Nemendur sem hefja nám í framhaldsskóla eru ólíkir og því miðast námsskipulag við að bjóða fram fjölbreyttar námsleiðir.


    Almennar upplýsingar um framhaldsskóla er að finna á vefsíðu Menntamálastofnunar, Ísland.is og vef Stjórnarráðsins


  • Hvaða framhaldsskólar eru starfandi á Suðurnesjum?

    Á Suðurnesjum eru starfandi þrír framhaldsskólar. 

    Upplýsingar fyrir nýja nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja er að finna á vefsíðu skólans


    Upplýsingar fyrir nýja nemendur Menntaskólans á Ásbrú er að finna á vefsíðu skólans.  


    Upplýsingar um nám Fisktækniskólans er að finna á vefsíðu skólans.



    Mörg ungmenni sækja framhaldsskóla utan Suðurnesja, til dæmis keyra til Reykjavíkur eða eru í heimavistarskóla úti á landi. 


    Yfirlit yfir framhaldsskóla á Íslandi er á vefsíðu Menntamálastofnunar.   


  • Hvaða nám er stundað í framhaldsskólum?

    Námsskipulag og nám á framhaldsskólastigi miðast við að koma til móts við ólíkar þarfir með því að bjóða upp á fjölbreyttar námsleiðir. Það skiptir miklu máli að verðandi framhaldsskólanemendur og forráðamenn þeirra kynni sér vel námsframboð skólanna. Námsráðgjafar og aðrir starfsmenn grunn- og framhaldsskóla veita einnig upplýsingar.


    Námsframboði framhaldsskóla má skipta í bóknám, iðn- og starfsnám, listnám og undirbúningsnám.

    • Bóknámi lýkur almennt með stúdentsprófi, sem yfirleitt tekur 3 ár.
    • Fjölbreytt iðn- og starfsnám er í boði sem ýmist veitir undirbúning undir ákveðin störf eða starfsréttindi. Hægt er í flestum tilfellum að bæta við sig námi og ljúka einnig stúdentsprófi. Nám í iðngreinum fer fram í skóla og á vinnustað en til að fá löggild réttindi þarf að taka sveinspróf.
    • Fjölbreytt listnám sem tengist m.a. textíl, hönnun, myndlist, leiklist og kvikmyndagerð er í boði. Oftast útskrifast nemendur með stúdentspróf en önnur námslok eru einnig í boði.
    • Undirbúningsnám á framhaldsskólabrautum er í boði fyrir nemendur sem ekki hafa náð tilskildum árangri við lok grunnskóla.

    Upplýsingar um námsframboð einstakra skóla má finna á vef þeirra. 


    Lista yfir alla framhaldsskóla er að finna á vefsíðu Menntamálastofnunar


    Í sumum tilfellum þarf að uppfylla ákveðnar kröfur um námsárangur í grunnskóla til þess að komast í ákveðið nám innan tiltekinna skóla. 


    Þeir sem ekki uppfylla nauðsynleg skilyrði geta sótt nám á undirbúningsbrautum (framhaldsskólabraut).


    Upplýsingar um námsframboð hvers skóla er að finna á vefsíðum skólanna.


  • Hvaða aldur er í framhaldsskólum?

    Börn fara yfirleitt í framhaldsskóla strax að loknum grunnskóla, sem er árið sem þau verða 16 ára.  

    Misjafnt er hversu langur námstími framhaldsskólanema er og fer það eftir því hvort viðkomandi er í bóknámi, starfsnámi eða iðnnámi.

    Miðað er við að bóknám sé þrjú ár, námi á starfsbraut ljúki með brautskráningu eftir fjögur ár og iðnnám er mislangt eftir iðn og tilhögun náms nemenda. 


    Margir framhaldsskólar bjóða upp á nám í öldungadeildum kvöldskóla sem einkum er ætlað fullorðnum nemendum. Skólarnir auglýsa umsóknarfrest sjálfir, að hausti og eftir áramót.

    Einnig bjóða margir framhaldsskólar upp á fjarnám. Nánari upplýsingar er að finna á vefjum framhaldsskóla sem bjóða upp á slíkt nám.


  • Hvenær og hvernig er sótt um nám í framhaldsskóla?

    Innritun í framhaldsskóla fer fram á vef Menntamálastofnunar


    Á vorin fá nemendur sem eru að ljúka tíunda bekk í grunnskóla og forráðamenn þeirra bréf frá Menntamálastofnun með upplýsingum um innritun í framhaldsskóla.

    Innritun á starfsbrautir fyrir fatlaða nemendur fer fram í febrúar.


    Innritunartímabilið fyrir nemendur sem eru að ljúka námi í grunnskólum (við 16 ára aldur) fer fram í apríl og fram í júní. Innritun eldri nemenda fer fram frá mars og fram í apríl. Í sumum tilfellum er einnig hægt að hefja nám í byrjun árs.

    Almennar upplýsingar um innritunarferli í framhaldsskóla er að finna á vef Menntamálastofnunar.


  • Hvað kostar að vera í framhaldsskóla?

    Það er misjafnt hvað námsönn kostar, það fer meðal annars eftir skólum, tegundum náms og öðrum þáttum.

     

    Gjaldskrá skólanna er að finna á vefsíðum hvers skóla. 


  • Er sérstakt framhaldsskólanám fyrir nemendur sem tala litla eða enga íslensku?

    Nemendur með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn eiga rétt á kennslu í íslensku sem öðru tungumáli. 

    Sama gildir um nemendur sem dvalist hafa langdvölum erlendis og hafa litla kunnáttu í íslensku. Miða skal við að nemendur með annað móðurmál en íslensku fái tækifæri til að viðhalda móðurmáli sínu sem valgrein, í fjarnámi eða með öðrum hætti.


    Hver framhaldsskóli hefur áætlun um móttöku nemenda af erlendum uppruna. Foreldrum með annað móðurmál en íslensku og heyrnarlausum foreldrum hafa möguleika á túlkaþjónustu. Móttökuáætlun skal taka mið af bakgrunni þeirra, tungumálafærni og færni á öðrum námssviðum.


    IB nám er alþjóðlegt nám á framhaldsskólastigi sem er kennt á ensku og lýkur með samræmdum prófum sem viðurkennd eru af háskólum víða um heim. Um er að ræða tveggja ára námsbraut sem aðallega er ætluð 16-19 ára nemendum en einnig er í boði fornámsár fyrir þau sem koma beint úr grunnskóla. Það fer einnig fram á ensku.

    Í IB námi eru ýmist Íslendingar sem búsettir hafa verið erlendis, útlenskir nemar með dvalarleyfi á Íslandi eða nemendur sem koma beint úr grunnskóla en stefna að námi eða starfi á alþjóðlegum vettvangi.

    Á Íslandi er IB nám kennt við Menntaskólann við Hamrahlíð.  


  • Er sérstakt framhaldsskólanám fyrir nemendur með fötlun?

    Námsskipulag og nám á framhaldsskólastigi miðast við að koma til móts við ólíkar þarfir með því að bjóða upp á fjölbreyttar námsleiðir.

    Í mörgum framhaldsskólum eru sérdeildir, starfsbrautir og annað námsframboð sem sérstaklega er ætlað fötluðum nemendum.

    Námsráðgjafar, kennarar og annað starfsfólk framhaldsskóla skal vera nemendum til ráðgjafar og leiðsagnar um náms- og starfsval og persónuleg mál sem snerta námið og skólavist.


    Á Suðurnesjum er námsbraut fyrir nemendur með fatlanir í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. 

    Nánari upplýsingar um starfsbraut skólans er að finna á vefsíðu Fjölbrautaskólans

Tónlistarskólar

  • Almennar upplýsingar um tónlistarskóla á Íslandi

    Tónlistar- og söngskólar á landinu eru ýmist sjálfstætt starfandi með samvinnu við sveitarfélög eða alfarið á vegum sveitarfélaganna. Skólunum er skipt niður í deildir.


    Í tónlistarskólum er boðið upp á nám á grunnstigi, miðstigi, framhaldsskólastigi og háskólastigi. Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðum skólanna.


  • Hvar eru tónlistarskólar á Suðurnesjum?

    Á Suðurnesjum eru tónlistarskólar starfandi í öllum sveitarfélögum.


    Upplýsingar um tónlistarnám er að finna á vefsíðum skólanna.

    Suðurnesjabær:



  • Hvernig er sótt um í tónlistarnám?

    Sótt er um tónlistarnám á vefsíðum tónlistarskólanna eða sveitarfélaganna.


  • Hvað kostar að vera með barn í tónlistarnámi?

    Upplýsingar um gjaldskrá tónlistarskólanna er að finna á vefsíðum skólanna eða sveitarfélaganna.

    Suðurnesjabær:


ÍÞRÓTTIR OG TÓMSTUNDIR

  • Almennt um íþróttir og tómstundir barna

    Öll börn eru hvött til þess að vera í íþrótta- og/eða tómstundastarfi. 

    Foreldrar eru hvattir til þess að taka umræðu með börnum sínum um það starf sem þau vilja helst taka þátt í. 


  • Hvað er í boði fyrir börn á Suðurnesjum?

    Framboð á íþrótta- og tómstundastarfi á Suðurnesjum er að finna á vefsíðunni Frístundir.is.  

  • Hvað kostar að vera með barn í íþróttum og tómstundum á Suðurnesjum?

    Upplýsingar um kostnað við íþróttir- og tómstunda er að finna á vefsíðum þeirra sem bjóða upp á starfið. Hægt er að nálgast þær vefsíður af frístundir.is.

  • Hvernig kemst barnið mitt á æfingar?

    Æfingatímar eru yfirleitt á milli kl. 16 og 18. Börn sem eru í yngri bekkjum grunnskóla eru stundum á æfingum fyrir kl. 16 á daginn. Þá er í boði frístundabíll sem keyrir börnum úr frístund á æfingar.


    Upplýsingar um frístundaakstur í Reykjanesbæ er að finna  á vefsíðu Reykjanesbæjar.  


    Einnig geta börn nýtt strætó. Upplýsingar um verð og leiðakerfi má finna á vefsíðu Reykjanesbæjar


  • Er íþróttaþátttaka barna niðurgreidd?

    Íþrótta- og tómstundastarf barna er niðurgreitt í flestum sveitarfélögum. 

    Fyrirkomulag niðurgreiðslnanna er misjafnt eftir sveitarfélögum. 



AFÞREYING OG MENNING

  • Almennt um afþreyingu og menningu barna

    Íbúar Suðurnesja eru hvattir til þess að mæta á viðburði, njóta útiveru á svæðinu og stunda aðra afþreyingu sem í boði er.


    Meira um afþreyingu og menningu er að finna undir flipanum Afþreying og menning. 

  • Hvar eru helstu leiksvæði fyrir börn á Suðurnesjum?

    Leikvelli á Suðurnesjum er mögulegt að finna á kortavefsjá sveitarfélaganna hjá Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ.

    Leikvelli í Reykjanesbæ er að finna undir flipanum íþróttir og útivist í kortasjánni.

    Algengt er að nýta leikvelli á leik- og grunnskólalóðum utan opnunartíma skólanna.


  • Hvaða menningarhús geta verið áhugaverð fyrir börn á Suðurnesjum?

    Á VisitReykjanes.is er yfirlit yfir fjölskylduvæna afþreyingu á Suðurnesjum. 

    Dæmi um menningarhús sem geta verið áhugaverð fyrir börn eru:

    • Bókasöfn
    • Byggðasöfn
    • Skessuhellir
    • Þekkingarsetur Suðurnesja

  • Hvar eru bókasöfn á Suðurnesjum og hvað er hægt að gera þar?

    Bókasöfn eru menningarmiðstöðvar samfélagsins. Þar er mögulegt að koma í heimsókn og lesa bækur, leigja bækur og taka þær með sér heim. 

    Á bókasöfnum Suðurnesja eru ýmsir viðburðir í gangi allt árið í kring. 


    Á mörgum bókasöfnum eru sérstakir lessalir og fundarherbergi sem hægt er að nýta til lærdóms. 


    Íbúar eru hvattir til  þess að fylgjast með vefsíðum bókasafnanna og Facebook síðum þeirra. 


  • Hvenær er opið og hvað kostar?

    Upplýsingar um opnunartíma, viðburði og útlánareglur er að finna á vefsíðum bókasafnanna. 


  • Hvar eru sundlaugar á Suðurnesjum?

    Sex almenningssundlaugar eru á Suðurnesjum. 

    Íbúar eru hvattir til þess að fara í sund. Það er bæði gaman og gerir öllum gott. 

    Upplýsingar um sundlaugarnar er að finna á vefsíðum sveitarfélaganna. 


    Flestar sundlaugar eru líka með Facebook síðu. 


ÚTIVISTARTÍMI BARNA

  • Hverjar eru útvistarreglur barna á Íslandi?

    Í barnaverndarlögum er ákvæði um útivistartíma barna. Útivistartíminn er gefinn út í verndar- og forvarnarskini. 


    Á skólatíma frá 1. september til 1. maí:

    12 ára og yngri mega ekki vera úti eftir klukkan 20:00 nema í fylgd með fullorðnum.

    13 - 16 ára börn mega ekki vera úti eftir klukkan 22:00 nema í fylgd með fullorðnum. 


    Á sumartíma frá 1. maí til 1. september:

    12 ára og yngri mega ekki vera úti eftir klukkan 22:00 nema í fylgd með fullorðnum.

    13 - 16 ára börn mega ekki vera úti eftir klukkan 24:00 nema í fylgd með fullorðnum. 


     Aldursmörk þessa ákvæðis miðast við fæðingarár en ekki fæðingardag.


foreldrafélög

  • Almennt um foreldrafélög

    Foreldrafélag er félag foreldra sem vinnur að ýmsum málum tengdum skólanum og nemendum hans. Í félaginu eru allir foreldrar sem eiga börn í viðkomandi skóla. Ekki þarf að sækja sérstaklega um að vera meðlimur en hægt er að sækja um að vera í stjórn foreldrafélagsins á aðalfundi þess. 

    Mikilvægt er að halda góðum samskiptum á milli heimila og skóla. 

    Heimili og skóli eru landssamtök foreldra og eru allir foreldrar hvattir til þess að kynna sér starfsemi þeirra. 


    Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Heimilis og skóla

  • Leikskólar

    Foreldrafélög í leikskólum standa vörð um hagsmuni og velferð barnanna og stuðla að auknu samstarfi foreldra og starfsmanna leikskólans.


    Dæmi um verkefni sem að foreldrafélög í leikskólum sinna eru:

    • Halda hátíðir og skemmtanir.
    • Halda fræðslufyrirlesta.
    • Taka þátt í kostnaði sem leikskólinn óskar eftir. 
    • Styðja við skólastarfið.

  • Grunnskólar

    Við hvern grunnskóla skal starfa foreldrafélag samkvæmt lögum. Það er á ábyrgð skólastjóra að tryggja að svo sé og að félagið fái þá aðstoð sem þarf.

    Hlutverk foreldrafélagsins er meðal annars eftirfarandi:

    • Að styðja við skólastarfið.
    • Stuðla að velferð nemenda skólans.
    • Efla tengsl heimilis og skóla.
    • Hvetja til virkrar þátttöku foreldra í skólastarfi.
    • Hagsmunagæsla, aðhald og eftirlit með skólastarfinu.


  • Framhaldsskólar

    Foreldraráð framhaldsskóla eru talin mikilvægur tengill milli skólans og forráðamanna ólögráða nemenda.

    Markmið foreldraráða eru:

    • Að vera samráðs- og samstarfsvettvangur foreldra og forráðamanna.
    • Að stuðla að aukinni vitund foreldra og forráðamanna um forsjárskyldur sínar og þekkingu þeirra á réttindum og skyldum sínum og barna þeirra.
    • Að hvetja til aukins stuðnings, aðhalds og hvatningar foreldra og forráðamanna við börn sín og nám þeirra.
    • Að koma á og tryggja öflugt og gott samstarf foreldra og forráðamanna, nemenda og starfsfólks skólans.

Vinnuskóli

  • Almennt um vinnuskóla

    Vinnuskólinn er almennt fyrsta starf ungmenna og lagt áhersla á fræðandi, skemmtilegt og skapandi starfsumhverfi. Ungmenni fá tækifæri til þess að mynda ný tengsl, ásamt því að öðlast reynslu í mannlegum samskiptum og virðingu gagnvart umhverfi sínu.


  • Hvað fá börn í laun í vinnuskólanum?

    Kjör og vinnutími ungmenna eru ólík eftir aldri þeirra. Upplýsingar um kaup og vinnutíma í vinnuskólanum má finna á vefsíðu sveitarfélaganna.

  • Á hvaða aldri geta börn farið í vinnuskóla

    Allir grunnskólanemar frá 8. - 10. bekk geta sótt um sumarstarf í vinnuskólanum. 


    Í Vogunum geta fyrsta árs framhaldsskólanemar sótt um sumarstarf í vinnuskólanum. 

  • Hvar getur barnið mitt sótt um í vinnuskóla?

    Umsóknir í vinnuskólann berast rafrænt. Ungmenni sækja um í sínu lögheimilissveitarfélagi. Hægt er að sækja um hér: 

Share by: