FLOKKUN OG ENDURVINNSLA

Ruslið sem fellur til heima hjá okkur er ekki bara úrgangur. Mikið af þessu er hágæða hráefni sem hægt er að nýta áfram.


Það er því mikilvægt að allir íbúar flokki og endurvinni úrgang frá sínu heimili.


Almennar upplýsingar um flokkun og endurvinnslu má nálgast á vefnum Úrgangur.is.

FLOKKUN HEIMILISÚRGANGS

  • Hver sér um úrgangsmál á Suðurnesjum?

    Kalka sorpeyðingarstöð sér um úrgangsmál á Suðurnesjum.


    Terra sér um að sækja úrgang til heimila.


    Nánari upplýsingar um úrgangsmál má nálgast á vefsíðu Kölku.


  • Hvað þarf að flokka heima?

    Á hverju heimili er fjórum úrgangsflokkum safnað:

    • Pappír og pappi
    • Plast
    • Matarleifar
    • Blandaður úrgangur

    Sjá nánari upplýsingar á vef Sorpu og á vef Kölku.


  • Hvenær eru sorptunnur við heimilin tæmdar?

    Á vefsíðu Kölku má nálgast sorphirðudagatal fyrir hvert sveitarfélag fyrir sig.

  • Hvert á að fara með þann úrgang sem er ekki sóttur heim?

    Hægt er að fara með úrgang á grenndarstöðvar. Sjá upplýsingar um grenndarstöðvarnar á vef Kölku.


    Það sem ekki er sótt heim og er ekki flokkað á grenndarstöðvum er skilað til endurvinnslustöðva.

    Sjá upplýsingar um endurvinnslustöðvar á vef Kölku.



  • Góð ráð varðandi tunnur við heimili

    Mikilvægt er að allir íbúar beri ábyrgð á sorptunnum við heimili sitt. 

    • Passa skal upp á að festa tunnurnar svo þær fjúki ekki í roki
    • Passa að aðgengi að tunnunum sé gott til þess að hægt sé að tæma þær. Til dæmis, á veturnar þegar snjóar mikið þarf að moka frá þeim til þess að tryggja aðgengi

skilagjaldsskyldar umbúðir

  • Hvaða umbúðir eru skilagjaldsskyldar?

    Skilagjaldsskyldarumbúðir eru:

    • Plastflöskur
    • Glerflöskur
    • Áldósir

    Sjá nánari upplýsingar á vef Endurvinnslunnar.

  • Hvar á að skila skilagjaldsskyldum umbúðum?

    Á Suðurnesjum er ein móttökustöð fyrir endurgjaldsskyldar umbúðir.

    • Reykjanesbær 

    Sjá nánari upplýsingar um móttökustöðvar á Suðurnesjum á vef Endurvinnslunnar


    Einnig er hægt að skila skilagjaldsskyldum umbúðum í gáma frá Grænum skátum við grenndarstöðvarnar í Reykjanesbæ.


  • Hvað fæst mikill peningur fyrir skilagjaldsskyldar umbúðir?

    Upplýsingar um skilagjald fyrir hverja einingu má nálgast á vef Endurvinnslunnar.  

Share by: