SAMGÖNGUR

Ýmsar leiðir eru færar til þess að ferðast um Suðurnesin og Ísland.

Hver byggðarkjarni er lítill og er mögulegt að ferðast gangandi eða á hjóli um þá.


Upplýsingar um ferðamáta á Íslandi er að finna á vefsíðu Fjölmenningarseturs og á Ísland.is.

ALMENNINGSSAMGÖNGUR - STRÆTÓ

  • Hvernig er fyrirkomulag strætó innan Reykjanesbæjar?

    Strætó gengur innanbæjar í Reykjanesbæ.


    Leiðakerfi innanbæjar strætó má finna á vefsíðu Reykjanesbæjar

  • Hvernig er fyrirkomulag strætó á milli sveitarfélaga á Suðurnesjum?

    Í Vogum fer strætó nr. 87 frá byggðarkjarnanum að Reykjanesbraut. Sjá nánari upplýsingar á vef Strætó.


    Leið 88 ferðast á milli Grindavíkur og Reykjanesbæjar. Sjá nánari upplýsingar á vef Strætó


    Leið 89 fer á milli Sandgerðis, Garðs og Reykjanesbæjar. Sjá nánari upplýsingar á vef Strætó.

  • Hvernig er fyrirkomulag strætó á milli Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins?

    Leið 55 fer á milli Reykjanesbæjar og höfuðborgarsvæðisins.

     

    Hægt er að fara í og úr strætónum við afleggjara Grindavíkur og Voga við Reykjanesbraut.


    Sjá nánari upplýsingar á vef Strætó.

  • Hvað kostar í strætó?

    Upplýsingar um gjaldskrá innanbæjar strætó í Reykjanesbæ er að finna á vefsíðu sveitarfélagsins


    Upplýsingar um gjaldskrá strætó á milli sveitarfélaga á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðisins er að finna á vefsíðu Strætó.

ÖKURÉTTINDI

  • Almennt um ökuréttindi

    Á Íslandi er bílprófsaldur 17 ár. 

    Ökunám til bílprófs getur þó hafist við 16 ára aldur enda er skynsamlegt að ætla sér góðan tíma í ökunámið.


    Góðar upplýsingar um ökunám má nálgast á Ísland.is.

    Einnig á vefsíðu Samgöngustofu á Ísland.is

  • Hvað þarf ég að gera til þess að læra á bíl?

    Upplýsingar um ökuréttindi og ökunám er að finna á vefsíðu Samgöngustofu.

    Upplýsingar um alla ökukennara á Íslandi má finna á vefsíðu aka.is.

  • Eru erlend ökuréttindi mín gild á Íslandi?

    Áður en fólk sem er með erlend ökuréttindi keyrir á Íslandi ætti það að fullvissa sig um að ökuréttindi eru gild. 

    Upplýsingar um erlend ökuréttindi er að finna á vefsíðu Fjölmenningarseturs

  • Hvernig læri ég á bíl á Íslandi?

    Ökunám til almennra ökuréttinda getur hafist við 16 ára aldur og er ökuskírteini í fyrsta lagi gefið út á 17 ára afmælisdegi viðkomandi.

    Bóklegt nám sem tekið hefur verið í öðru landi en á Íslandi er ekki metið milli landa.


    Þeir sem ætla að öðlast ökuréttindi á Íslandi þurfa að klára Ökuskóla 1, 2 og 3 á Íslandi. Nauðsynlegt er að fá ökukennslu frá ökukennara. 


    Nánari upplýsingar um ökuréttindi er að finna á vefsíðu Ísland.is.


    Listi yfir ökukennara má finna á vefsíðu ökukennarafélags Íslands. 

Reiðhjól og DEILIHJÓL

  • Almennt um reiðhjól og deilihjól

    Reiðhjól eru alltaf að verða vinsælli ferðamáti á Íslandi. 

    Í byggðarkjörnum Suðurnesja er að finna marga hjólastíga. 

    Deilihjól eru rafmagnshlaupahjól sem hægt er að leigja. Þau eru að finna víða.


  • Hvar get ég keypt reiðhjól á Suðurnesjum?

    Reiðhjól eru seld í sumum stórmörkuðum og byggingavöruverslunum. 

    Engar sérverslanir með reiðhjól eru á Suðurnesjum. 

    Fjölsmiðja Suðurnesja er með hjólreiðaverkstæði og selur notuð hjól. 


  • Hvar get ég látið gera við hjólið mitt á Suðurnesjum?

    Fjölsmiðja Suðurnesja rekur hjólreiðaverkstæði. 

  • Hvernig er fyrirkomulagið með deilihjól?

    Deilihjól eru rafhlaupahjól sem eru til leigu í Reykjanesbæ. Upplýsingar um þau er að finna á vefsíðu Hopp.

færðin

  • Almennt um færð á Íslandi

    Á Íslandi getur veður breyst mjög snögglega. Því er mikilvægt að fylgjast með færð á vegum áður en haldið er af stað. 

  • Hvar finn ég upplýsingar um færð á vegum?

    Upplýsingar um færð á vegum er að finna á vef Vegagerðarinnar.

  • Hvar finn ég upplýsingar um veðrið?

    Á Íslandi er mikilvægt að fylgjast með veðri og veðurbreytingum. 

    Hægt er að nálgast upplýsingar um veðurfar víða.

    Á vef Veðurstofu Íslands er hægt að nálgast upplýsingar um veðrið

stígar og gönguleiðir

  • Almennt um stíga og gönguleiðir

    Öll sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa góða göngu- og hjólastíga og á mörgum stöðum liggja stígar á milli byggðarkjarna. 


    Upplýsingar um stíga í Reykjanesbæ er að finna á Kortasjá sem er á vefsíðu sveitarfélagsins undir flipanum íþróttir og útivist. 


    Einnig má sjá upplýsingar um gönguleiðir á vefsíðu VisitReykjanes

  • Hvar eru göngu- og hjólastígar á Suðurnesjum?

    Upplýsingar um stíga í Reykjanesbæ er að finna á Kortasjá sem er á vefsíðu sveitarfélagsins undir flipanum íþróttir og útivist. Einnig má sjá upplýsingar á VisitReykjanesbær.

Share by: