ATVINNA

Atvinnuþátttaka á Íslandi er mikil.

Til þess að auka tækifæri á vinnumarkaði er mikilvægt að vera meðvituð um þau störf sem eru í boði og þær hæfniskröfur sem gerðar eru í störfum.

Hér eru helstu upplýsingar um atvinnu, atvinnuleit, stéttarfélög og skatta.

AÐ VINNA

  • Almennt um vinnumarkaðinn á Íslandi

    Vinnumarkaðurinn er vettvangur atvinnurekenda og launafólks. Leikreglur hans eru settar í lögum og kjarasamningum sem segja til um gagnkvæmar skyldur vinnuveitenda og starfsmanna.


    Vinnumarkaðurinn skiptist í almennan og opinberan vinnumarkað. Á almennum vinnumarkaði starfa fyrirtæki í eigu einkaaðila og hlutafélög en á opinberum vinnumarkaði eru fyrirtæki og stofnanir í eigu ríkis og sveitarfélaga, auk félaga og stofnana sem veita opinbera þjónustu.


    Mismunandi lög og reglur gilda að ýmsu leyti um almennan og opinberan vinnumarkað.


    Almennar upplýsingar um vinnumarkað er að finna á vefsíðu Ísland.is.

  • Hvar finn ég upplýsingar um launakjör á Íslandi?

    Upplýsingar um kjarasamninga er að finna á vefsíðum stéttarfélaganna. 


    Upplýsingar um laun og kjarasamning, sem unnið er eftir, eiga að koma fram í ráðningarsamningi.


    Í kjarasamningum eru tilgreind lágmarkslaun fyrir tiltekið starf með tilliti til lífaldurs og/eða starfsaldurs. Starfsmaður getur samið við atvinnurekanda um betri kjör en þau lágmarkskjör sem kjarasamningur kveður á um.


    Almennar upplýsingar um kjaramál er að finna á vefsíðu Ísland.is.

  • Hvaða réttindi hef ég í starfi?

    Á Íslandi eru margvísleg réttindi bundin í lög eða reglugerðir:

    Aðbúnaður og öryggi á vinnustaðnum, vinnutími, orlofsréttur (sumarfrí eða vetrarfrí), vernd mæðra og þungaðra kvenna, viðbrögð við einelti, áreiti og ofbeldi á vinnustöðum, persónuvernd, jafnrétti og ákvæði vegna uppsagnar eru þar á meðal. Kjarasamningar hafa einnig ákvæði um veikindarétt, vinnuframlag og ákvæði vegna ráðningar og uppsagnar.


    Upplýsingar um orlofsréttindi á vinnumarkaði er að finna á vefsíðu Ísland.is


    Upplýsingar um jafnrétti á vinnumarkaði er að finna á vefsíðu Ísland.is.


    Upplýsingar um veikindaréttindi á vinnumarkaði er að finna á vefsíðu Ísland.is.


  • Hverjar eru helstu skyldur mínar á vinnumarkaði?

    Starfsfólki er skylt að fylgja því sem fram kemur í ráðningarsamningi. 


    Öll eru hvött til þess að eiga í samtali við vinnuveitenda, næsta yfirmann eða stéttarfélag um það sem ætlast er til og spyrja um þá óvissuþætti sem fyrir hendi eru. 



  • Hvernig stofna ég fyrirtæki?

    Stofnendur fyrirtækja þurfa að hafa náð 18 ára aldri og vera lögráða. Þeir mega ekki hafa farið fram á né vera í greiðslustöðvun og bú þeirra má ekki vera undir gjaldþrotaskiptum.


    Sérstök leyfi eða réttindi þarf til að stofna fyrirtæki í tiltekinni starfsemi, þá þarf í flestum tilvikum að uppfylla kröfur Vinnueftirlits, heilbrigðiseftirlitsins og aðrar sértækar kröfur eftir eðli starfseminnar.


    Upplýsingar um stofnun fyrirtækja er að finna á vef Ísland.is

ATVINNULEIT

  • Almennt um atvinnuleit

    Þjónustuskrifstofur Vinnumálastofnunar eru almennar opinberar vinnumiðlanir. Þar er atvinnuleitendum veitt fjölþætt aðstoð óháð því hvort viðkomandi er á atvinnuleysisskrá. Sú þjónusta er endurgjaldslaus.

    Almennar upplýsingar um atvinnuleit er að finna á vefsíðu Ísland.is

  • Hvernig leita ég að starfi?

    Leit að starfi er heilmikið verkefni sem krefst tíma, þekkingar og góðra verkfæra. Mikilvægt er að skipuleggja sig, setja sér markmið og huga að næstu skrefum svo að atvinnuleitin verði áhrifaríkari og takmarkið náist sem fyrst.


    Almennar upplýsingar um atvinnuleit er að finna á vefsíðu Vinnumálastofnunar. 


    Algengt er að fólk leiti beint til þeirra fyrirtækja og stofnana sem það hefur áhuga á að starfa hjá og er mikilvægt að fylgjast með á heimasíðum þeirra hvort laus störf eru í boði. 


    Hægt er að skrá sig í atvinnuleit á vefsíðu Vinnumálastofnunar, en þar eru ný störf skráð daglega og einnig er ráðlegt að skrá sig hjá öðrum ráðningarþjónustum og fylgjast með hvaða störf eru auglýst þar. 



    Einnig er hægt að skoða vefsíðu atvinnuleitarmiðilsins Alfreðs, þar eru ný störf skráð daglega. 



    Hægt er að fá aðstoð við atvinnuleit vegna skertrar starfsgetu hjá Vinnumálastofnun.

    Nánari upplýsingar um atvinnuleit fyrir fólk með skerta starfsgetu á vef Vinnumálastofnunar



  • Hvar er að finna helstu atvinnuleitarsíðurnar?

    Mögulegt er að skrá sig í atvinnuleit hjá Vinnumálastofnun og fá þannig aðstoð við leit að starfi. Nánari upplýsingar eru á:

    Dæmi um atvinnuleitarsíður:

STÉTTARFÉLÖG

  • Hvað eru stéttarfélög?

    Hlutverk stéttarfélaga er fyrst og fremst að semja um laun og önnur starfskjör í kjarasamningum fyrir hönd félagsmanna sinna og gæta hagsmuna þeirra á vinnumarkaði.


    Almennar upplýsingar um stéttarfélög eru á vefsíðu Ísland.is

  • Hverjir eru kostir þess að vera í stéttarfélagi?

    Í stéttarfélögum sameinast launafólk, á grundvelli sameiginlegrar starfsgreinar og/eða menntunar, um að gæta hagsmuna sinna.


    Stéttarfélög veita félagsmönnum upplýsingar og lögfræðilega ráðgjöf um þau kjör sem lög og kjarasamningar tryggja þeim. Starfsmenn stéttarfélaga eru bundnir trúnaði við félagsmenn sem leita réttar síns.


    Margs konar félags- og fræðslustarf fer fram innan stéttarfélaga.


    Á vefjum og skrifstofum stéttarfélaga má fá margvíslegar upplýsingar um starfsemi þeirra og kjaramál.



  • Hvernig á að velja stéttarfélag?

    Stéttarfélag er opið öllum í tiltekinni starfsgrein á félagssvæði þess en hvert félag setur sér nánari reglur um aðild.


    Samkvæmt kjarasamningum greiðir félagsbundið launafólk iðgjald af launum sínum til stéttarfélags. Gjaldið rennur til þess félags sem samið hefur um starfskjör viðkomandi starfsmanns með þeim kjarasamningi sem hann vinnur eftir.


    Greiðslu iðgjaldsins er þannig háttað að atvinnurekandi dregur gjaldið af launum  félagsbundinna starfsmanna og stendur skil á því til viðkomandi stéttarfélags.

    Það má velja það að skrá sig ekki í stéttarfélaga en þau sem kjósa það samt sem áður skylt að vinna eftir lögbundnum kjarasamningum.


    Fimm stéttarfélög eru starfandi á Suðurnesjum.


    Sérgreinasambönd hjá BSRB og ASÍ 


  • Hvaða styrki veitir stéttarfélagið mér?

    Upplýsingar um styrktarsjóði og fræðslu er að finna á vefsíðum stéttarfélaganna. 

SKATTAR OG SKATTFRAMTAL

  • Hvað eru skattar?

    Skattur er greiddur af öllum tekjum og annarri fjárhagslegri innkomu. 


    Launþegar greiða staðgreiðslu af launum og ber vinnuveitandi ábyrgð á greiðslu staðgreiðslunnar og að standa skil af þeim greiðslum til hins opinbera.


    Sjálfstætt starfandi einstaklingar standa sjálfir skil á staðgreiðslunni til ríkissjóðs. Tekjuskattur er greiddur í 3 þrepum eftir því hversu mikið fólk þénar. 


    Upplýsingar um skatt af launum og lífeyri er að finna á vefsíðu Ísland.is.

  • Hversu mikið er greitt í skatta af launatekjum?

    Staðgreiðsluskattur sem dregin er af launum er í þrem skattþrepum. Einstaklingar með greiðslur frá fleiri en einum launagreiðanda þurfa að gera ráðstafanir til þess að rétt hlutfall skatts sé dregið af launum þeirra og forðast þannig skattaskuld við álagningu.


    Upplýsingar um skattþrep tekjuskatts er að finna á vefsíðu Ísland.is.

  • Hvað er skattframtal?

    Skylda er að skila inn skattframtali, stundum kallað skattaskýrsla, til ríkisskattstjóra í marsmánuði ár hvert. 


    Á skattframtali eru gefnar upplýsingar um tekjur, eignir og skuldir frá fyrra ári.


    Upplýsingar um skattframtal og álagningu er að finna á vefsíðu Ísland.is

  • Er hægt að fá aðstoð við að gera skattframtal?

    Mögulegt er að fá leiðbeiningar og aðstoð við skattframtal hjá Skattinum. 


    Upplýsingar um framtalsleiðbeiningar eru á vef Skattsins.


    Aðstoð við gerð skattframtala er einungis í boði hjá Skattinum, en ekki öðrum ríkisstofnunum né sveitarfélögum.


    Stundum halda nemendafélög lögfræðinema háskólanna svokallaða Skattadaga og bjóða fram ókeypis aðstoð við gerð skattframtala. 

    Dagarnir eru yfirleitt auglýstir á vefsíðum skólanna eða nemendafélaganna. 



  • Hvað er persónuafsláttur?

    Rétt til persónuafsláttar eiga þau sem eru heimilisföst á Íslandi og eru 16 ára eða eldri. Þeim sem verða 16 ára á árinu reiknast fullur persónuafsláttur fyrir allt árið.


    Sama gildir um þau sem hafa rétt til að halda hér á landi skattalegu heimili þrátt fyrir dvöl erlendis vegna náms eða veikinda.


    Upplýsingar um upphæð persónuafsláttar er bæði að finna á vefsíðu Ísland.is og Skattsins.

      Share by: