Memmm - opinn leikskóli á Bókasafni Reykjanesbæjar

12. nóvember 2025

Nærandi og skapandi samvera fyrir fjölskyldur

Það er gaman að hitta aðra fullorðna með lítil börn, syngja saman, leika og læra.

Í samvinnu við Vinnumálastofnun býður Memmm upp á opinn leikskóla, Memmm Play, í Aðalsafni, Bókasafni Reykjanesbæjar, alla mánudaga kl. 13–15 og föstudaga kl. 10–12.

Skráning er óþörf og öll velkomin, en stundirnar eru hugsaðar fyrir fjölskyldur með ungabörn og börn á leikskólaaldri.
Heitt á könnunni.

Memmm eru félagasamtök sem vinna að fjölskylduvænna samfélagi.
Þar vinna áhugasamir einstaklingar að því að skapa tækifæri fyrir fjölskyldur til að njóta samveru og gæðastunda á fjölbreyttan hátt.

Komdu og vertu Memmm!

Hittingarnir eru þátttakendum að kostnaðarlausu.

Samfélag fyrir öll
1. desember 2025
Taktu þátt í ókeypis vikulegum námskeiðum okkar: Fimmtudagar – 12:00 - 13:00, Hreyfðu líkamann, hreyfðu hugann Skemmtileg og afslappandi stund til að kanna hreyfingar og líkamsmeðvitund. Engin reynsla nauðsynleg. Laugardagar – 12:00 - 14:30, Styrkja röddina: Leiklistarnámskeið
Community for all in Reykjanesbaer
1. desember 2025
We believe everyone is creative – even if you haven't discovered it yet. Join our free weekly classes: Thursdays - 12:00 - 13:00, Move the body, move the mind A fun and relaxing moment to explore movements and body awareness. No experience necessary. Saturdays - 12:00 - 14:30, Strengthening the Voice: Drama Classes
child painting its hand in memmm open preschool
12. nóvember 2025
Memmm open preschool at the Public Library in Reykjanesbær every monday and friday.